Ferlið
01.
Tilkynna slys
Fyrsta skref í slysamálum er að tilkynna slysið til allra bótaskyldra aðila svo að bótaréttur glatist ekki. Eigir þú eftir að tilkynna slysið getum við aðstoðað við þann þátt málsins svo þú getir einbeitt þér að bataferlinu.


02.
Gagnaöflun
Eftir að slys hefur verið tilkynnt hefst gagnaöflun. Mikilvægt er að afla allra viðeigandi gagna vegna slyssins. Við sjáum um gagnaöflun frá öllum viðeigandi aðilum svo sem lögreglu, læknum eða öðrum meðferðaraðilum. Gagnaöflun fer fram þar til að tjónþoli hefur náð stöðugleikapunkti, en þá er fyrst tímabært að meta afleiðingar slyss. Stöðuleikapunktur er öllu jafna um ári eftir að slys varð.
03.
Mat á afleiðingum
Þegar stöðugleikapunkti hefur verið náð sem er sá tími þegar læknar gera ekki ráð fyrir frekari bata vegna slyssins er hægt að hefja matsferli á afleiðingum slyssins. Þá er lagt mat á umfang og afleiðingar tjónsins sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Að matsferli loknu liggur fyrir niðurstaða um tjónið og þá er tímabært að sækja bætur á grundvelli matsins.


04.
Uppgjör
Uppgjörsfjárhæð miðast við ákveðnar forsendur út frá mati á afleiðingum slyss, tekna tjónþola, aldri o.s.fr. Mikilvægt er að gæta þess að tjónþolar fái ítrustu bætur sem þeir eiga rétt til út frá skaðabótalögum og sjáum við til þess að tjón fáist að fullu bætt.