Vinnuslys
Hafir þú lent í vinnuslysi á leið til vinnu, á leiðinni heim úr vinnu eða á vinnutíma kannt þú að eiga rétt á bótum.
Ekki skiptir höfuðmáli hvort að þú hafir ollið slysinu þar sem í flestum tilvikum eiga launþegar rétt á bótum vegna vinnuslysa. Réttur þessi er tryggður í kjarasamningum og felur í sér bótarétt úr slysatryggingu launþega og/eða Sjúkratryggingum Íslands.
Verði orsök vinnuslyssins rakin til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, kann vinnuveitandinn að bera bótaábyrgð vegna slyssins og hægt er að beina kröfu að honum, og eftir atvikum tryggingafélagi, á grundvelli ábyrgðartryggingar vinnuveitanda eða á hendur honum sjálfum á grundvelli skaðabótalaga. Þessi atvik geta verið rakin til mistaka eða gáleysis annarra starfsmanna eða vanbúnaðar á vinnustað.
Ef vinnuslys er skaðabótaskylt getur þú átt rétt til greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar örorku auk endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.
Hafir þú lent í vinnuslysi er mikilvægt að tilkynna slysið strax til atvinnurekanda, Sjúkratrygginga Íslands, Vinnueftirlits ríkisins og viðkomandi tryggingafélags. Ef þú ert óviss um réttarstöðu þína hvetjum við þig til að hafa samband. Það kostar ekkert að kanna rétt þinn.

Lentir þú í slysi?
Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í slysi hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.