Slys á sjó
Hafir þú slasast við vinnu á sjó átt þú ríkan rétt til bóta, óháð því hvernig slysið bar að. Þú getur átt bótarétt jafnvel þó þú hafir sjálfur verið valdur af slysinu og jafnvel þó tjónið virðist smávægilegt.
Umræddur bótaréttur getur verið til staðar hjá tryggingafélagi og Sjúkratryggingum Íslands.
Þú getur átt rétt til greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar örorku auk endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins. Varanleg örorka getur talist vera til staðar jafnvel þó þú sért ekki óvinnufær í venjulegum skilningi.
Hafir þú lent í slysi er mikilvægt að tilkynna slysið strax til atvinnurekanda, Sjúkratrygginga Íslands og viðkomandi tryggingafélags. Ef þú ert óviss um réttarstöðu þína hvetjum við þig til að hafa samband. Það kostar ekkert að kanna rétt þinn.

Lentir þú í slysi?
Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í slysi hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.