Fasteignagalli
Algengustu ágreiningsmál er varða fasteignir og fasteignakaup eru vegna galla á fasteignum og mögulegum afsláttar og/eða skaðabótum vegna fasteignagalla. Þá kunna að koma upp mál er varða ágreining í fjöleignahúsum, t.a.m. um kostnaðarskiptingu framkvæmda o.s.fr.
Lögmenn okkar eru sérhæfðir á sviði fasteignaréttar og aðstoða fyrirtæki og einstaklinga í slíkum málum, hvort sem að þú ert kaupandi og þarft að leita réttar þíns og telur þig eiga rétt á skaðabótum vegna fasteignagalla, eða seljandi vegna annarra vanefnda.
Séu uppi einhver álitamál á sviði fasteignamála hvetjum við þig til að hafa samband og við útskýrum réttarstöðuna á mannamáli.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn
Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu.
Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér: