Um okkur
Sérfræðingar í skaðabótamálum og innheimtu slysabóta
Skaðabótastofan veitir lögmannsþjónustu á sviði skaðabótaréttar með sérstakri áherslu á innheimtu skaðabóta vegna slysa. Við bjóðum upp á skilvirka og persónulega lögmannsþjónustu þar sem viðskiptavinir okkar geta treyst því að mál þeirra verði fagmannlega unnin.
Hafir þú lent í slysi eða orðið fyrir tjóni hvetjum við þig til að hafa samband og við könnum þinn bótarétt þér að kostnaðarlausu. Hægt er að senda okkur fyrirspurn hér að neðan eða hringja í s. 551-8660.
