Annað tjón
Orsakir tjóna geta verið margvíslegar. Hafir þú orðið fyrir hvers konar tjóni, getur þú ávallt leitað til okkar með það fyrir augum að kanna hvort þú eigir rétt á bótum.
Bótaréttur getur stofnast með margvíslegum hætti, t.a.m. í tilfellum þar sem lögregla beitir þvingunaraðgerðum sem reynast síðar ekki eiga rétt á sér. Slík tilvik geta verið við umferðareftirlit lögreglu sem leiða til handtöku, en málið er síðar látið niður falla. Að sama skapi eiga þeir sem eru handteknir í þágu rannsóknar í sakamálum sem síðar eru felld niður rétt á bótum.
Þá geta aðrar athafnir stjórnvalda sem fela í sér ólögmætar aðgerðir skapað bótaskyldu og svo lengi mætti áfram telja. Sért þú í vafa um hvort að þú eigir rétt til bóta, hvetjum við þig til að hafa samband.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn
Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í tjóni hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.