Slys í frítíma
Hafir þú slasast í frítíma þínum getur þú átt rétt til bóta. Umræddur bótaréttur getur verið til staðar í frítímaslysatryggingu sem almennt er innifalin í heimilistryggingu tryggingafélaga. Þá getur bótaréttur að auki verið til staðar hjá Sjúkratryggingum Íslands eða á grundvelli slysatryggingar launþega vinnuveitanda.
Þú getur átt rétt til greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, varanlegrar örorku, útlagðs kostnaðar og annars fjártjóns.
Hafir þú lent í slysi í frítíma þínum er mikilvægt að tilkynna slysið strax til viðkomandi tryggingafélags. Ef þú ert óviss um réttarstöðu þína hvetjum við þig til að hafa samband. Það kostar ekkert að kanna rétt þinn.

Lentir þú í slysi?
Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í slysi hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.