Umferðarslys
Umferðarslysin gera ekki boð á undan sér. Hafir þú lent í umferðarslysi getur þú átt ríkan rétt til bóta.
Þeir sem lenda í umferðarslysi og verða fyrir áverkum eða tjóni, hvort sem ökumaður, farþegi eða vegfarandi, eiga jafnan ríkulegan bótarétt úr höndum tryggingafélags þess ökutækis sem olli slysinu. Þá skiptir það ekki sköpum jafnvel þó að viðkomandi hafi verið í órétti því bótaréttur kann að vera til staðar engu að síður.
Þeir sem slasast af völdum skráningarskylds ökutækis eiga bótarétt úr hendi vátryggingarfélags tjónvalds. Aðrir en ökumaður sem verða fyrir líkamstjóni vegna notkunar ökutækis eiga bótarétt úr ábyrgðartryggingu ökutækisins. Ökumaður sem veldur óhappi á bótarétt úr slysatryggingu ökumanns og eiganda.
Þú getur átt rétt til greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar örorku auk endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.
Hafir þú lent í umferðarslysi er mikilvægt að tilkynna slysið sem fyrst til viðkomandi tryggingafélags. Ef þú ert í vafa þá getur þú leitað til okkar, það kostar ekkert að kanna rétt þinn og án skuldbindingar.
Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og bundin því skilyrði að þú hljótir bætur. Aðeins kemur til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar.

Lentir þú í slysi?
Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í slysi hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.