Skaðabótastofan
Við erum sérfræðingar í bótamálum og innheimtu slysabóta
Hafir þú lent í slysi eða orðið fyrir tjóni og ert í vafa um réttarstöðu þína og telur þig eiga bótarétt vegna líkams- eða eignatjóns þá hvetjum við þig til að hafa samband.
Bótaflokkar
Umferðarslys
Hafir orðið fyrir áverkum eftir að hafa lent í umferðarslysi, hvort sem um er að ræða bílslys eða árekstur átt þú líklega rétt á bótum.
Vinnuslys
Starfsmenn fyrirtækja eiga öllu jafna bótarétt vegna slysa sem verða á vinnutíma eða á leið til eða frá vinnu, verði þeir fyrir tjóni.
Slys á sjó
Þeir sem slasast við vinnu sem sjómenn eiga ríkan bótarétt óháð aðstæðum slyss. Sjómenn eru vel tryggðir fyrir slysum hjá tryggingarfélögum
Slys í frítíma
Hafir þú eða fjölskyldumeðlimur orðið fyrir slysi í frítíma kann bótaréttur að vera til staðar úr frítímaslysatryggingu sem hluta af heimilistryggingu fjölskyldunnar.
Fasteignagalli
Kaupendur að fasteignum sem eru haldnar galla geta átt rétt á skaðabótum og/eða afslætti af kaupverði vegna fasteignagalla.
Líkamsárásir
Líkamstjón af völdum árásar eða annarrar refsiverðar háttsemi er yfirleitt bótaskyld. Sá sem verður fyrir refsiverðu broti þarf að leggja fram kæru og bótakröfu til lögreglu.
Læknamistök
Mistök við læknismeðferð eða aðgerðir sem leiðir til tjóns getur verið grundvöllur fyrir því að eiga bótarétt.
Annað tjón
Ýmis önnur tilvik geta leitt til þess að fólk eigi bótarétt, svo sem, líf- og sjúkdómatryggingar, ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu, handtaka svo dæmi séu nefnd.